spot_img
HomeFréttirPro A sæti innan seilingar hjá Merlins: 13 sigurleikir í röð!

Pro A sæti innan seilingar hjá Merlins: 13 sigurleikir í röð!

15:01
{mosimage}

(Jóhann Árni)

Nú þegar átta umferðir eru eftir í þýsku Pro B deildinni eru Jóhann Árni Ólafsson og félagar í Proveo Merlins í góðum málum. Merlins tróna á toppi deildarinnar með fjögurra stiga forskot á næstu tvö lið fyrir neðan sig. Aðeins tvö lið fara upp í Pro A deildina en engin úrslitakeppni er í Pro B deildinni heldur aðeins deildarleikir. Nú þegar er orðið uppselt á síðasta heimaleik Merlins sem fer fram þann 18. apríl næstkomandi þegar Merlins mæta Hannover Tigers. Þegar að þeim leik kemur gæti vel verið að Merlins væru búnir að tryggja stig upp í Pro A deildina.

Ótímabært er að brjóta fram kampavínið á þessum tímapunkti því töluverðar sveiflur hafa verið á deildinni í vetur. Merlins hafa verið á mögnuðu skriði undanfarið en voru nokkuð brokkgengir í upphafi leiktíðar á meðan SOBA Dragons Rhöndorf virtust nærri því ósigrandi en Merlins lagði þá örugglega í síðutu viðureign liðanna 90-72.

Njarðvíkingurinn Jóhann Árni Ólafsson hefur verið byrjunarliðsmaður hjá Merlins í vetur og hefur átt leiki í öllum stærðum og gerðum. Á tíma var hann með 15 stigahæstu mönnum deildarinnar en um þessar mundir er Jóhann í 48. sæti yfir stigahæstu leikmenn Pro B deildarinnar með 12,7 stig að meðaltali í leik.

Á morgun mæta Merlins Spot Up Medien Baskets Braunschweig sem eru í 7. sæti deildarinnar með 11 sigra og 11 tapleiki en Merlins eru með 18 sigra og 4 tapleiki og hafa unnið síðustu 13 deildarleiki sína!

Eins og Jóhann tjáði Karfan.is í viðtali í kringum áramótin þá er jafnan fullt á heimaleikjum Merlins og er bærinn mikill körfuboltabær. Það skyldi því engan undra að uppselt sé orðið á síðasta heimaleik liðsins því ljóst er að bæjarbúar ætla sér að halda þarna sigurhátíð og ekki minnkar því pressan í herbúðum Merlins. Hvernig þeim svo tekst til á morgun verður að koma í ljós en sigur þýðir að liðið verður búið að vinna 14 leiki í röð.

[email protected]

{mosimage}

Fréttir
- Auglýsing -