spot_img
HomeFréttirPoweradebikarinn: 8 liða úrslit í karlaflokki hefjast í kvöld

Poweradebikarinn: 8 liða úrslit í karlaflokki hefjast í kvöld

10:14
{mosimage}

(Davíð Fritzson leikmaður ÍR í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins á dögunum)

Í gærkvöldi varð ljóst hvaða lið leika í 8 liða úrslitum í Poweradebikarkeppninni í karlaflokki þegar Njarðvík og Þór Akureyri tryggðu sig áfram í keppninni. 8 liða úrslitin hefjast í kvöld með tveimur leikjum sem báðir hefjast kl. 19:15.

ÍR fær annað tækifæri til að rétta hlut sinn gegn KR en liðin mættust á dögunum í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins þar sem KR fór með stórsigur af hólmi og hampaði Reykjavíkurmeistaratitlinum. Viðureign ÍR og KR fer fram í Seljaskóla og hefst leikurinn eins og fyrr greinir kl. 19:15.

Þá mætast Snæfell og Tindastóll í Stykkishólmi, einnig kl. 19:15, en Stólarnir burstuðu Skallagrím á dögunum og tryggðu sig inn í 8 liða úrslitin. Snæfell er í kvöld að leika sinn fyrsta leik í keppninni.

Leikirnir í átta liða úrslitum Poweradebikarsins

Þri. 30.sep.2008 19.15 Seljaskóli                    ÍR – KR  

Þri. 30.sep.2008 19.15 Stykkishólmur            Snæfell – Tindastóll  

Mið. 1.okt.2008 19.15 Grindavík                   Grindavík – UMFN  

Mið. 1.okt.2008 19.15 Keflavík                     Keflavík – Þór Ak.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -