07:44:14
Cleveland Cavaliers sópuðu Detroit Pistons út úr úrslitakepninni þegar þeir lögðu þá að velli í nótt, 78-99, og þar með fjórða leikinn af fjórum í rimmunni. Á meðan jöfnuðu Orlando Magic metin gegn Philadelphia, 2-2, með sigri, 84-81, og Houston fór skrefi nær því að slá Portland út þegar þeir unnu á heimavelli sínum, 89-88, og leiða 3-1. Houston er í lykilstöðu til að komast loks upp úr fyrstu umferð úrslitakeppninnar, en það hefur Yao Ming aldrei afrekað á ferlinum. Raunar hefur það ekki gerst síðan vorið 1997 þegar menn eins og Hakeem Olajuwon, Clyde Drexler og Charles Barkley fóru fyrir Rockets.
Tölfræði leikjanna
ÞJ