spot_img
HomeFréttirPhoenix komnir aftur í keppni um úrslitasæti

Phoenix komnir aftur í keppni um úrslitasæti

{mosimage}09:48:03
Phoenix Suns hafa hafið æsilega endurkomu til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni í vor og unnu Denver Nuggets í nótt, 115-118, í nótt og þar með sinn fimmta leik í röð. Þeir eru nú þremur sigrum á eftir Dallas Mavericks í áttunda sæti Vesturdeildarinnar, en virðast eiga auðveldari leiki eftir en Dallas, sérstaklega í síðustu vikunni.

 

Ekki er langt síðan þeir voru allt að því afskrifaðir, en gömlu mennirnir innan þeirra raða vita hvað til þarf til að vinna leiki. Grant Hill, Shaquille O‘Neal og Steve Nash voru lykilmenn á ögurstundu þar sem Hill kom sínum mönnum yfir með stökkskoti þegar tæp mínúta var eftir og bætti við vítaskoti þegar um sesx sekúndur voru eftir. Nash setti tvö víti til að innsigla sigurinn, en Shaq hafði nokkru áður sett fimm af sex vítaskotum niður.

 

Nene, miðherji Nuggets, var sendur í sturtu í upphafi fjórða leikhluta fyrir að hrinda Louis Amundson, en þetta er í annað skiptið í vetur sem leikmaður er rekinn af velli fyrir að ráðast á hinn hárprúða Amundson, sem er mögnuð tölfræði miðað við hvað hann spilar lítið (í hinu tilvikunu sló Zach Randolph hjá Clippers hann í andlitið).

 

Hill var stigahæstur Suns í þessum leik með 23 stig og 10 fráköst og Jason Richardson bætti við 22. Shaq var með 19 og Nash 15.

 

Hjá Nuggets var Carmelo Anthony með 29 stig og Chauncey Billups með 20.

 

Á meðan voru Boston Celtics að vinna sinn fjórða sigur í röð þegar þeir lögðu LA Clippers að velli, 90-77. Kevin Garnett lék í 18 mínútur þar sem hann hitti úr öllum fimm skotum sínum og keyrði sína menn áfram á kafla sem gerði út um leikinn. Garnett hefur verið að koma sífellt betur inn í liðið í síðustu leikjum, en Doc Rivers, þjálfari Boston, segist samt ætla að hlífa Garnett svolítið lengur til að hætta ekki á að hnémeiðsli hans blossi upp aftur fyrir úrslitakeppnina.

 

Þá náði Dwayne Wade enn einum áfanganum þegar hann skoraði 27 stig fyrir Miami Heat í sigri gegn Memphis Grizzzlies, 94-82. Hann er því kominn með 2.064 stig í vetur sem er það mesta sem nokkur hefur gert í 20 ára sögu Heat. Wade á raunar líka annað og þriðja sætið í þessum málum og fór í vetur upp fyrir Alonzo Mourning á topplista Heat yfir heildarstig skoruð.

 

Sigur Miami var annars nokkuð öruggur þar sem þeir leiddu allan tímann og eru í fimmta sæti Austurdeildarinnar.

 

Hér eru úrslit næturinnar:



Chicago 101

Washington 99

 

Minnesota 97

Atlanta 109

 

Memphis 82

Miami 94

 

Orlando 106

New York 102

 

LA Clippers 77

Boston 90

 

Denver 115

Phoenix 118

 

Philadelphia 114

Portland 108

Tölfræði leikjanna

 

ÞJ

Fréttir
- Auglýsing -