Phoenix Suns munu vera á höttunum eftir Slóvenanum Zoran Dragic en hann er yngri bróðir Goran Dragic og fóru þeir bræður mikinn á HM á Spáni. Zoran er samningsbundinn Unicaja Malaga og framlengdi við félagið í júlí en framlengingin fól í sér að NBA lið gæti keypt hann út fyrir 1,1 milljón dollara.
Samkvæmt heimildum vestanhafs þyrfti NBA samningurinn að fara samtals fram úr 2 milljónum dollara til að losa Zoran frá Spáni og yfir Atlantshafið.
Zoran var með 12,9 stig og 4 fráköst að meðaltali í leik á HM en Slóvenar féllu út í 8-liða úrslitum eftir 119-76 skell gegn Bandaríkjamönnum.
Mynd/ FIBA: Zoran í leik með Slóvenum á HM.