spot_img
HomeFréttirPhil Jackson sektaður fyrir ummæli

Phil Jackson sektaður fyrir ummæli


Phil Jackson á yngri árum sínum
Þrátt fyrir að lið Phil Jackson sé í  nokkuð vænlegri stöðu í viðureigninni um NBA titilinn var kallinn ósáttur með dómara leiks númer 4 og lét hafa eftir sér ummæli í hálfleik sem forráðamenn NBA deildarinnar gátu ekki sætt sig við.  Þetta ca 30 sekúndna viðtal mun kosta Jackson 25.000 dollara eða andvirði rúmlega 3 milljónir króna.  

Laun Jackson ættu hinsvegar að dekka dæmið nokkuð auðveldlega þar sem hann þénar um 6 miljónir dollara á ári. Það þýðir að á launaumslaginu um hver mánaðarmót eru hálf miljón dollara, eða sem svarar 65 miljónur ISK.  Þessi tékki  gerir hann hæstlaunaðasta þjálfara í Bandaríkjunum (yfir allar íþróttir)

Fréttir
- Auglýsing -