spot_img
HomeFréttirPétur Rúnar hetja Tindastóls

Pétur Rúnar hetja Tindastóls

 

Tindastóll vann annan leik sinn í röð í kvöld í Dominos deild karla. Í þetta skiptið gegn sterku liði Þór Þ. á útivelli í háspennuleik. 

 

Heimamenn höfðu forystu framan af seinni hálfleik en frábær lokasprettur sótti sigur fyrir sauðkrækinga. Pétur Rúnar reyndist algjör örlagavaldur í leiknum en hann fékk boltann upp völlinn þegar 10 sekúndur voru eftir af leiknum og staðan jöfn. 

 

Hann fór sjálfur í þriggja skotið án þess að hika og setti það að sjálfsögðu ofaní. Mögnuð tilþrif hjá kauða sem hefur farið frábærlega af stað fyrir liðið. 

 

Þórsarar vilja aftur á móti sjálfsagt gleyma þessum nóvember mánuði hið snarasta en liðið tapaði þremur leikjum í röð eftir að hafa unnið fyrsta leik mánaðarins gegn KR á útivelli. Árangurinn þýðir að liðið er komið í sjötta sæti deildarinnar með 8 stig. 

 

Þór Þ.-Tindastóll 92-95 (26-25, 23-31, 27-15, 16-24)

Þór Þ.: Tobin Carberry 31/8 fráköst/5 stoðsendingar, Maciej Stanislav Baginski 27, Ólafur Helgi Jónsson 11/12 fráköst, Davíð Arnar Ágústsson 7, Emil Karel Einarsson 7, Þorsteinn Már Ragnarsson 4, Erlendur Ágúst Stefánsson 2, Grétar Ingi Erlendsson 2, Halldór Garðar Hermannsson 1/5 fráköst, Styrmir Snær Þrastarson 0, Benjamín Þorri Benjamínsson 0.

Tindastóll: Antonio Hester 26/12 fráköst, Cristopher Caird 24/4 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 16/8 fráköst/5 stoðsendingar, Pálmi Geir Jónsson 10, Helgi Freyr Margeirsson 5, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 5/6 fráköst, Svavar Atli Birgisson 4, Finnbogi Bjarnason 3, Helgi Rafn Viggósson 2, Þröstur Kárason 0, Friðrik Þór Stefánsson 0, Hannes Ingi Másson 0. 

 

Tölfræði leiksins 

 

Viðtal við Chris Caird eftir leik:

 

Viðtal við hetjuna Pétur Rúnar eftir leik:

 

 

 

Viðtal við Einar Árna eftir leik:

 

Viðtöl / Gestur Einarsson frá Hæli

 

Mynd / Hjalti Árna

Fréttir
- Auglýsing -