spot_img
HomeFréttirPétur Már: Tveggja vikna æfingar framundan til að verða betri

Pétur Már: Tveggja vikna æfingar framundan til að verða betri

Pétur Már Sigurðsson þjálfari Stjörnunnar eftir tap gegn Val

 

Hvað fór úrskeiðis í leiknum í dag?

Fullt af skotum og fullt af töpuðum boltum. En við erum að spila á móti besta liðinu í dag samkvæmt töflunni og við komum inn í þennan leik ekki vitandi hvort að Dani eða Sylvía myndu getað spilað. Mér fannst við vera svolítið flatar í enda fyrri hálfleiks en framlagið frá mínum var mjög gott í seinni og við vorum rosalega flottar í seinni. Við vorum rosalega klaufalegar í fjórða, vorum með 3 mínútur eftir og einhverjum 5-6 stigum yfir og síðan erum við allt í einu komnar 5 stigum undir. Það er rosa dýrt en ég er ótrúlega stoltur samt, þær börðust vel, tóku fullt af fráköstum, tóku fullt af sóknarfráköstum og það er bara tveggja vikna æfingar framundan til að verða betri og við gerum þær skemmtilegar.

Hverju ætlið að þið að einbeita ykkur að næstu tvær vikurnar?

Kannski bara skjóta meira, við erum bara að skjóta boltanum 30%. Við erum að leiða deildina í fráköstum en erum að skjóta boltanum 30%. Það er kannski málið og ná hvíld, búið að vera brjálæðislegt leikjaálag og við þurfum að hafa leikmenn heila.

 

Fréttir
- Auglýsing -