spot_img
HomeFréttirPétur: Á hreinu að við ætlum aftur í Vesturbæinn!

Pétur: Á hreinu að við ætlum aftur í Vesturbæinn!

21:33
{mosimage}

(Pétur Guðmundsson)

Þjálfari Grindavíkurkvenna, Pétur Rúrik Guðmundsson, var alls ekki svo ósáttur í leikslok eftir 64-57 ósigur gegn bikarmeisturum KR í kvöld. KR leiðir einvígi liðanna 1-0 og þarf aðeins sigur til viðbótar til að komast í undanúrslit Iceland Express deildarinnar. Pétur sagði að sínir leikmenn hefðu sýnt að þær ættu fullt erindi í einvígið og var bjartsýnn fyrir aðra viðureign liðanna á fimmtudag.

,,Við sýndum að við getum þetta. Við sýndum líka að við getum verið svona jójó-lið eins og við höfum verið svolítið í vetur. Þessar stelpur sem ég er með í höndunum eru gríðarlega góðar og þær sýndu það í kvöld, ég hef trú á því að þær komi jafn dýrvitlausar í næsta leik og þær voru fyrstu 35 mínúturnar í þessum leik og verði alveg eins á fimmtudag, bara í heilar 40 mínútur,“ sagði Petúr Rúrik Guðmundsson þjálfari Grindavíkur í samtali við Karfan.is eftir leik.

,,Það er alveg á hreinu að við ætlum okkur að koma aftur í Vesturbæinn en við ætlum okkur að vinna einn leik í einu! Spennustigið í kvöld var hátt en við komum vel undirbúnar en eins og ég hef alltaf sagt þá átt þú að setja línurnar sem bæði dómarar og aðrir leikmenn eru að spila og við vorum að gera það í 35 mínútur en svo tóku KR-ingarnir sig til og fóru að stýra þessari línu og við bökkuðum sem gerir það að verkum að það eru ekki kallaðar þær villur sem við héldum að við ættum að fá. Fyrir vikið duttum við kannski aðeins niður,“ sagði Pétur og vildi meina að mistökin hefðu algerlega verið Grindavíkurmegin í kvöld.

,,Leikurinn var mjög vel dæmdur og línan hjá dómurunum var þannig að þeir voru mjög rólegir þó kannski margir væru að öskra á þá svo ég var mjög ánægður með þá. Þetta var því engum öðrum en okkur sjálfum að kenna,“ svaraði Pétur þegar hann var inntur eftir dómgæslunni í kvöld en greinarhöfundi fannst nokkuð halla á Grindavík í dómgæslunni. Sitt sýnist hverjum en hvað svo sem vita þessir greinarhöfundar?

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -