Grindvíkingar hafa nælt sér í Bandaríkjamann með evrópskt ríkisfang en sá heitir Ryan Pettinella og kom til landsins á miðvikudag og er því leikfær með gulum gegn Njarðvík í kvöld þegar liðin mætast í Ljónagryfjunni.
,,Hann kom til landsins á miðvikudaginn og hefur spilað á Ítalíu og Spáni. Hans hlutverk er að bæta vörnina og taka fráköst,“ sagði Helgi Jónas Guðfinnsson þjálfari Grindavíkur við Karfan.is.
Á síðustu leiktíð var Pettinella í LEB Gulldeildinni á Spáni þar sem hann var með 4,5 stig og 2,8 fráköst að meðaltali í leik.