Fullt nafn: Petrúnella Skúladóttir
Aldur: Að verða 23 ára
Félag: Grindavík
Hjúskaparstaða: Á lausu
Happatala: 15
Hvenær hófst þú að stunda körfubolta og hvar? Þegar ég var 12–13 ára í Grindavík
Hver var fyrsta fyrirmyndin þín í körfunni? Ætli það hafi ekki verið Páll Axel Vilbergsson
Hverjir eru bestu íslensku leikmennirnir í Iceland Express-deild karla og kvenna og 1. deild karla? Í Express kvenna Pálína og Signý en karla Hlynur Bærings og Páll Axel Vilbergsson. Í fyrstu deild Alda Leif og Rúnar Ingi Erlingsson.
Besti erlendi leikmaðurinn sem leikur í Iceland Express-deild karla og kvenna og 1. deild karla? Á það ekki bara eftir að koma í ljós?
Efnilegasti leikmaður landsins um þessar mundir? Mjög margir efnilegir leikmenn, get ekki gert upp á milli
Hver var fyrsti þjálfarinn þinn? Unndór Sigurðsson
Besti þjálfarinn á Íslandi í dag? Gústi (Ágúst Björgvinsson)
Uppáhals NBA leikmaðurinn þinn? Jordan
Besti leikmaður NBA deildarinnar í dag? Lebron James
Hefur þú farið á NBA leik? Ef já, hvaða leik? Nei, á það vonandi eftir.
Sætasti sigurinn á ferlinum? Fyrsti stóri titillinn, þegar við tókum Hauka í bikarnum 2008.
Sárasti ósigurinn? Alltaf jafn sárt að tapa.
Þín uppáhalds íþrótt að frátöldum körfubolta? Fótbolti
Með hvaða félögum hefur þú leikið? Grindavík og Njarðvík
Uppáhalds:
kvikmynd: Stella í orlofi
leikari: Pass
leikkona: Og Pass
bók: Skólabækurnar hafa víst forgang
matur: Hangikjöt með öllu tilheyrandi
matsölustaður: Stællinn alltaf góður
lag: Fer eftir stað og stund
hljómsveit: Engin ein fremri en aðrar
staður á Íslandi: Þingvellir
staður erlendis: Spánn
lið í NBA: Hmmm
lið í enska boltanum: Manchester United
hátíðardagur: Jólin
alþingismaður: Ekki mín deild
alþingiskona: ……
heimasíða: karfan.is, vf.is og fotbolti.net
Hvernig undirbýrð þú þig fyrir leiki? Snemma í háttinn, borða vel yfir daginn og hlusta á tónlist
Hvort má læra meira af sigur- eða tapleikjum? Erfið spurning en ég held samt sem áður tapleikjum, þeir eru krufnir frekar en sigurleikir.
Furðulegasti liðsfélaginn? Þær eru allar stórfurðulegar þarna suður með sjó.
Besti dómarinn í IE-deildinni? Misgóðir bara
Erfiðasti andstæðingurinn?Ætli það sé ekki maður sjálfur, hugurinn ber mann hálfa leið.
Þín ráð til ungra leikmanna? Þú uppskerir því sem þú sáir.
Spurning frá Jóni Guðmundssyni dómara sem var síðastur í 1 á 1:
Hvort nær leikmaður meiri árangri í körfu. Með því að æfa með toppliði og spila þar með minna eða æfa með lakara liði en spila meira (fá rökstutt svar) ?
Þetta er góð spurning sem hægt er að velta fyrir sér vel og lengi. En svona í fljótu bragði án þess að velta þessu of mikið fyrir mér þá tel ég að með því að æfa í toppliði nær leikmaður betri árangri. Í toppliði eru fleiri betri leikmenn og þar af leiðandi verður meiri samkeppni. Leikmaður þarf að hafa meira fyrir hlutunum og ávallt að leggja sig 100% fram. Í lakari liði er samkeppnin ekki eins mikil, og góður leikmaður á erfiðara með að bæta sig þar sem hann fær ekki eins mikla samkeppni frá liðsfélögum sínum. Góður leikmaður í löku liði getur frekar komist upp með og sætt sig við laka frammistöðu sína á æfingum heldur en ef sá hinn sami æfir með toppliði.
Petrúnella spyr næsta viðmælanda í 1 á 1:
Hver er þinn eftirlætis leikmaður í handboltalandsliði Íslands? Og spáðu fyrir um efstu sætin og gengi íslenska handboltalandsliðsins á Ólympíuleikunum í Peking.