,,Já, þeir mættu af meiri krafti. Settu mikla pressu á okkur og sérstaklega undir körfunni. Ég er frekar leiður eftir þennan leik þar sem þetta er fyrsti leikurinn sem við getum sagt að við höfum ekki spilað á þeim stalli sem við viljum spila. Við þurftum að vinna þennan leik til þess að eiga möguleika á að komast áfram. Ég held að við hefðum getað gert betur en í dag. Okkur skorti ákefð í vörninni og í sókninni til að byrja með þannig að þeir náðu forystunni snemma sem gerði okkur erfitt fyrir í dag."
Menn velta því fyrir sér hvort að þreyta og álag sé farið að segja til sín í íslenska hópnum, er það sanngjörn spurning?
,,Ég held að ferðalögin séu vissulega hluti af þessu, álagið gæti spilað inní en það útskýrir hins vegar ekki að lenda 10 stigum undir í fyrsta leikhluta. Ef það væri vandamálið þá værum við að tapa fjórða leikhluta. Ég vill þess vegna ekki segja að menn séu of þreyttir. Þetta spilar þó allt inní, við spilum marga leiki og erum að ferðast langar leiðir. Þetta er erfitt en þetta er líka erfitt fyrir Eistland. Ég veit ekki hvað rétta svarið væri."
Næsti leikur er gríðarlega erfiður útileikur gegn einu sterkasta liði heims, Serbíu. Hvernig gírar íslenska liðið sig upp fyrir slíkan leik?
,,Við þurfum að stíga upp og klára þetta, við gerum það sem við gerum alltaf. Við skoðum okkar leik og við þurfum að færa okkar leik áfram, ekki bara um eitt skref heldur tvö frá þessum leik. Það munum við einblína á. Þetta er erfiður leikur en þetta er líka skemmtilegur leikur. Þetta er skemmtilegt umhverfi til þess að spila í og tækifæri til þess að spila gegn bestu leikmönnum heims svo það ætti ekki að vera erfitt að hvetja menn til dáða í þeim leik."
Mynd: Þorsteinn Eyþórsson – Peter Öqvist að lesa yfir Íslenska liðinu í leiknum í kvöld