12:54
{mosimage}
Helena Sverrisdóttir setti persónulegt met í nótt er hún gerði 25 stig fyrir bandaríska háskólaliðið sitt TCU. Liðsmenn TCU máttu engu að síður sætta sig við 75-63 ósigur gegn New Mexico skólanum.
Þetta var annar ósigur TCU í Mountain West riðlinum en liðið hefur unnið alls 12 leiki á tímabilinu og tapaði 7. Helena er að finna sig vel gegn New Mexico Lobos eins og liðið er kallað en í fyrra gerði hún 24 stig gegn liðinu en bætti um betur og var með 25 stig í nótt. Þá er gaman frá því að segja að Helena hefur skorað úr 18 vítaskotum í röð núna fyrir TCU.
Næsti leikur TCU er miðvikudaginn 28. janúar gegn San Diego State skólanum. San Diego er í 3. sæti riðilsins með 4 sigra og 1 tapleik en lið Utah er efst og hefur unnið alla leiki sína í riðlinum.