spot_img
HomeFréttirPavel yfirgefur Íslandsmeistara Vals

Pavel yfirgefur Íslandsmeistara Vals

Leikmaður Íslandsmeistara Vals Pavel Ermolinskij hefur á samfélagsmiðlum staðfest brottför sína frá félaginu fyrir komandi tímabil.

Samkvæmt fregnum mun Pavel ekki vera með Íslandsmeisturunum á komandi leiktíð, en engar fréttir eru af því hvort hann sé hættur eða hvort hans bíði annað lið. Upprunalega er Pavel úr Skallagrím í Borgarnesi, en ásamt þeim og Val hefur hann áður leikið fyrir ÍA, ÍR og lengst af KR, þar sem hann vann sjö Íslandsmeistaratitla. Þá lék hann frá 2003 til 2009 og svo aftur 2011 til 2013 sem atvinnumaður í Svíþjóð, Frakklandi og á Spáni.

Í skilaboðum til stuðningsmanna þakkar Pavel félaginu fyrir að hafa fengið að taka þátt í þeim ótrúlega uppgangi sem átt hefur sér síðustu ár á Hlíðarenda og að Vals samfélagið í heild geti verið stolt af umhverfinu sem það hafi skapað.

Fréttir
- Auglýsing -