spot_img
HomeFréttirPavel setti framlagsmet í gær

Pavel setti framlagsmet í gær

 
KR skellti KFÍ 98-143 í Jakanum á Ísafirði í gærkvöldi og hjuggu nærri stigametinu í úrvalsdeild en það var þó met sem féll fyrir vestan í gær og það met setti Pavel Ermolinskij þegar hann halaði inn 49 stigum í framlagsjöfnunni.
Pavel skoraði 25 stig í leiknum í gær, tók 18 fráköst, gaf 12 stoðsendingar og stal einum bolta. Hann var með 62% nýtingu í teigskotum, 100% í þriggja stiga (3/3) og 86% vítanýtingu 6/7. Fyrir þessa vösku frammistöðu fékk Pavel 49 framlagsstig sem er met á þessari leiktíð. Næstur í röðinni er Ísfirðingurinn Craig Schoen með 48 framlagsstig í sigri KFÍ á ÍR fyrr á þessari leiktíð. Í 3. sæti er svo Haukamaðurinn Semaj Inge með 43 framlagsstig í leik Hauka og Grindavíkur þann 24. október síðastliðinn og er eini á top 3 listanum sem er með tapleik í þessum veglegu framlögum.
 
Fréttir
- Auglýsing -