spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild karlaPavel nýr þjálfari Tindastóls

Pavel nýr þjálfari Tindastóls

Pavel Ermolinski mun taka við þjálfun liðs Tindastóls í Subway deild karla samkvæmt Feyki.is. Tindastóll tilkynnti það á dögunum að félagið hefði sagt upp samningi sínum við Vladimir Anzulovic og að Svavar Atli Birgisson og Helgi Freyr Margeirsson og Ísaki Óla Traustason myndu þjálfa liðið fyrst um sinn, en þeir munu nú ekki ná leik sem aðalþjálfarar félagsins þar sem að Pavel hefur skrifað undir.

Pavel Ermolinskij lagði skóna á hilluna eftir síðasta tímabil sem Íslandsmeistari með Val, en ásamt því að hafa leikið fyrir þá lék hann lengst af fyrir KR, þar sem hann vann sex Íslandsmeistaratitla, ÍR, Skallagrím, ÍA, nokkur félög á meginlandi Evrópu og 76 landsleiki fyrir Íslands hönd.

Liði Tindastóls hefur gengið misvel að ná í sigra það sem af er deildarkeppni Subway deildarinnar, en liðið hefur unnið sex leiki, tapað sex og er í 7. sætinu.

Fréttir
- Auglýsing -