Tindastóll og Vladimir Anzulovic hafa komist að samkomulagi um að hann hætti störfum sem aðalþjálfari liðs þeirra í Subway deild karla. Félagið þakkar Vlad fyrir samstarfið í tilkynningu og óskar honum alls hins besta í framtíðinni.

Svavar Atli Birgisson og Helgi Freyr Margeirsson, ásamt Ísaki Óla Traustasyni, munu samkvæmt tilkynningu félagsins taka við og stýra liðinu til að byrja með.

Vladimir tók við liðinu síðastliðið sumar eftir að Baldur Þór Ragnarsson sagði starfi sínu lausu hjá félaginu. Það sem af er tímabili hefur liðið unnið sex leiki, tapað sex og er í 7. sæti Subway deildarinnar.