spot_img
HomeSubway deildinSubway deild karlaPavel með stórleik í sigri Vals á Vestra

Pavel með stórleik í sigri Vals á Vestra

Valur vann auðveldan 25 stiga sigur á Vestra í Úrvalsdeild karla á Jakanum á Ísafirði í kvöld en lokatölur voru 70-95. Pavel Ermolinskij átti stórleik fyrir Val en hann daðraði við þrennuna með 8 stigum, 21 frákasti og 13 stoðsendingum.

Valsmenn byrjuðu leikinn mikið betur og komust í 16-4 áður en heimamenn vöknuðu til lífsins. Og til lífins vöknuðu þeir því Vestramenn skoruðu 17 af næstu 19 stigum leiksins en liðin skyldu jöfn að lokum fyrsta leikhluta, 24-24.

Leiðir skyldu hins vegar í öðrum leikhluta þar sem gestirnir hlupu heimamenn úr salnum en þeir unnu hann 25-12 og leiddu 49-36 í hálfleik. Yfirburðir Valsmanna héldu áfram í seinni hálfleik og unnu þeir að lokum sem fyrr segir 70-95.

Ken-Jah Bosley var stigahæstur hjá Vestra með 22 stig en honum næstir komu Marko Jurica með 15 stig ásamt 10 fráköstum, Rubiera Rapaso Alejandro með 14 stig og Nemanja Knezevic með 13 stig og 15 fráköst.

Hjá Val voru Hjálmar Stefánsson og Callum Lawson stigahæstir með 17 stig en Pablo Bertone bætti við 15 stigum og Kristófer Acox var með 10 stig og 14 fráköst.

Tölfræði leiksins

Fréttir
- Auglýsing -