KR lagði Val eftir framlengdan leik í Origo Höllinni í kvöld í fyrsta leik átta liða úrslita einvígis liðanna í Dominos deild karla, 98-99. KR því komnir með yfirhöndina, 1-0, en næsti leikur liðanna er komandi miðvikudag 19. maí í DHL Höllinni.
Karfan spjallaði við Pavel Ermolinskij, leikmann Vals, eftir leik í Origo Höllinni.