KR lagði Val eftir framlengdan leik í Origo Höllinni í kvöld í fyrsta leik átta liða úrslita einvígis liðanna í Dominos deild karla, 98-99. KR því komnir með yfirhöndina, 1-0, en næsti leikur liðanna er komandi miðvikudag 19. maí í DHL Höllinni.

Fyrir leik

Liðin höfðu skipt með sér sigrum í leikjum vetrarins. Þann fyrri vann KR með 9 stigum í Origo Höllinni í janúar, en þann seinni vann Valur með 10 stigum um miðjan mars.

Gangur leiks

Leikur dagsins fór nokkuð fjörlega af stað. Í fyrsta leikhlutanum skiptust liðin á snöggum áhlaupum, en eftir fyrsta leikhluta leiddu heimamann, 23-21. Í öðrum leikhlutanum er leikurinn svo áfram jafn og spennandi. Þegar liðin halda til búningsherbergja í hálfleik munar aðeins stigi á þeim, 49-50.

Í upphafi seinni hálfleiksins er leikurinn svo áfram í járnum. Munurinn eftir þrjá leikhluta sá sami, eitt stig, 70-71 fyrir KR. Í upphafi fjórða leikhlutans var eins og lok hefði verið sett á körfur beggja liða þar sem að hvorugt þeirra náði að setja stig á töfluna fyrr en Pavel Ermolinskij (Val) og Helgi Magnússon skiptust á þriggja stiga körfum með stuttu milli bili eftir að tæpar þrjár mínútr voru liðnar af fjórðungnum. Undir lok venjulegs leiktíma fær Jón Arnór Stefánsson tvö tækifæri til þess að klára leikinn fyrir Val, boltinn vill þó ekki niður og leiknum er framlengt, 87-87.

Í framlengingunni halda liðin svo áfram að skiptast á körfum og er munurinn aldrei mikill. Undir lokin er þetta bara eins körfu leikur. Jordan Roland kemur Val yfir með tvist þegar að rúmar 20 sekúndur eru eftir, 98-96. Tyler Sabin nær svo að setja þrist hinumegin þegar að tæpar 6 sekúndur eru eftir, 98-99. Valur nær að gera ágætt úr lokasekúndunum, en boltinn skoppar af hringnum hjá þeim og KR sigra leikinn með 1 stigi, 98-99.

Tölfræðin lýgur ekki

Það munaði nánast engu á liðunum í leik kvöldsins. Skiptust á forystu í heil 22 skipti þar sem að mesta forysta Vals í leiknum var 5 stig en KR komst í eitt skipti 8 stigum yfir.

Atkvæðamestir

Kristófer Acox var bestur í liði Vals í dag, skilaði 20 stigum og 11 fráköstum. Fyrir KR var það Tyler Sabin sem dró vagninn með 28 stigum og 6 fráköstum.

Hvað svo?

Annar leikur liðanna er komandi miðvikudag 19. maí í DHL Höllinni kl. 20:15.

Tölfræði leiks

Myndasafn (Guðlaugur Ottesen)