spot_img
HomeFréttirPapaloukas ekki í gríska hópnum

Papaloukas ekki í gríska hópnum

 
Landsliðin slípa sig nú fyrir átökin í Tyrklandi þar sem Heimsmeistaramótið fer fram dagana 28. ágúst til 12. september. Jonas Kazlauskas þjálfari Grikkja hefur gefið út 17 manna æfingahóp liðsins og vekur það athygli að hinn 33 ára gamli Theo Papaloukas er ekki í hópnum.
Flest bendir til að um endi á landsliðsferli hjá Papaloukas sé að ræða en hann er á meðal sterkustu leikmanna Grikkja og fór t.d. mikinn fyrir fjórum árum þegar Grikkir slógu Bandaríkjamenn út í undanúrslitum HM 101-95 er þeir beittu eftirminnilegri 2-3 svæðisvörn sem Kaninn réði ekki við.
 
Þó hetjan Paploukas verði ekki með í Tyrklandi eru Grikkir ekkert á flæðiskeri staddir og leikmenn á borð við Vassilis Spanoulis, Antonis Fotsis, Sofoklis Schortsanitis og Nikos Zisis verða þarna ásamt fleiri stórstjörnum.
 
Ljósmynd/ FIBA: Er landsliðstíminn liðinn hjá Theo Papaloukas?
 
Fréttir
- Auglýsing -