06:00
{mosimage}
(Í annað sinn á þremur árum hefur Panathinaikos landað þrennunni)
Grænjaxlarnir frá Panathinaikos eru Grikklandsmeistarar eftir 3-1 sigur á Olympiakos í úrslitaviðureigninni um titilinn. Panathinaikos eru einnig Evrópumeistarar og bikarmeistarar í Grikklandi svo stórglæsilegt tímabil er að baki hjá þeim grænu sem unnu fjórða leikinn gegn Olympiakos 94-81.
Vassilis Spanoulis og Andrew Nicholas voru stigahæstir í sigurliðinu báðir með 17 stig en Lynn Greer gerði 21 stig fyrir Olympiakos.