spot_img
HomeFréttirPálmi Geir semur við Þór Ak

Pálmi Geir semur við Þór Ak

Framherjinn Pálmi Geir Jónsson hefur ákveðið að söðla um og leika með Þór Akureyri á næsta tímabili. Hann kemur frá Tindastól en það er hans uppeldisklúbbur. Pálmi heldur sig því á norðurlandinu en leikur í rauðu í Dominos deild karla að ári. 

 

Pálmi hefur einnig leikið með Breiðablik og ÍR en lék með Tindastól á síðasta tímabili þar sem hann var með 3 stig á 10 mínútum að meðaltali í leik í sterku liði Tindastóls. Pálmi samdi við Þór til tveggja ára og segja Akureyringar á heimasíðu sinni að mikils sé vænst að honum þar sem þeir vonast til að hann geti blómstrað með Þór Akureyri.  

 

 

Ljóst er að Þór Akureyri er í leikmannaleit en liðið hefur misst nánast alla byrjunarliðsleikmenn sína frá síðasta tímabili. Auk þess er Benedikt Guðmundsson farinn frá félaginu en Hjalti Þór Vilhjálmsson tók við liðinu í sumar. 

 

Mynd / Thorsport.is

Fréttir
- Auglýsing -