10:05
{mosimage}
Páll Axel var sjóðandi í gær
Iceland Express deildarliðin Breiðablik og Grindavík eru þessa stundina stödd í Danmörku þar sem þau leika æfingaleiki við dönsk lið. Þau léku bæði fyrstu leikina í gærkvöldi og unnu Grindvíkingar sigur en Breiðablik tapaði.
Grindvíkingar léku gegn heimamönnum í Næstved og unnu auðveldan sigur á lærisveinum Geoff Kotila. Leiknum lauk með 30 stiga sigri, 102-72 og var Páll Axel Vilbergsson í miklum ham, skoraði 35 stig, tók 12 fráköst og gaf 12 stoðsendingar, næstur honum í stigaskorinu kom Damon Bailey með 14 stig.
Breiðabliksmenn léku gegn lærisveinum Jespers Sørensen í BK Amager og fór leikurinn fram í Næstved. Amagermenn sigruðu 75-68 og var Darrell Flake stigahæstur Blika með 32 stig, Kristján Rúnar Sigurðsson skoraði 14 og Igor Beljanski 8. Danski landsliðsmaðurinn Peter Johansen skoraði mest Amagermanna, 20 stig.
Mynd: [email protected]