Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í máli Pablo Bertone sem samkvæmt heimildum vefmiðilsins mbl fór inn í dómaraklefa eftir oddaleik Vals og Tindastóls um Íslandsmeistaratitilsins. Samkvæmt heimildum veittist Pablo ekki að dómurunum, en engu að síður er niðurstaðan fimm leikja bann, þar sem um ósæmilega hegðun er að ræða.
Úrskurður
Með vísan til ákvæðis e-liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hinn kærði, Pablo Cesar Bertone, sæta fimm leikja banni vegna háttsemi sinnar í leik Vals og Tindastóls í úrslitaviðureign Subway-deildar karla, sem fram fór þann 18. maí 2023.