spot_img
HomeFréttirÓvænt úrslit í A riðli

Óvænt úrslit í A riðli

 Leikir gærdagsins í A riðli undankeppni EuroBasket 2013 buðu svo sannarlega upp á óvænt úrslit. Eistar fóru til Ísrael og sóttu sigur og Svartfellingar sigruðu Serba á útivelli með sigurkörfu frá miðju um leið og lokaflautið gall.
 
Eistar sem hafa löngum ekki verið hátt skrifaðir í körfuboltaheiminum gerðu sem fyrr segir frábæra ferð til Ísrael, sigruðu heimamenn 88-86 eftir framlengdan leik. Arie Shivek þjálfari Ísrael sagði eftir leikinn að þetta væru óvæntustu úrslit í leik þar sem hann hefur verið þjálfari.
Kristjan Kangur var stigahæstur Eista með 21 stig en fyrir heimamenn skoraði Omri Casspi 23.
Það má því reikna með Ísraelum kolbrjáluðum í leiknum í Laugardalshöll á þriðjudag en þeir hafa tapað tveimur fyrstu leikjum sínum í riðlinum.
 
Í Serbíu voru óvænt úrslit þó ekki eins óvænt og í Ísrael. Svartfjallaland var í heimsókn í Belgrad en fyrir ekki svo mörgum árum sendu þessar þjóðir sameiginlegt lið til keppni. Leikurinn var jafn og spennandi og þegar örfáar sekúndur eru eftir og Serbar einu stig yfir fara Svartfellingar af stað í sókn og rétt áður en lokaflautið og rétt aftan við miðju lætur hinn 18 ára gamli Nikola Ivanovic vaða og hittir og tryggir þeim tveggja stiga sigur eins og sjá má hér.
 
Staðan í A riðli er því núna þannig:
Eistland 4 stig
Svartfjallaland 4 stig
Serbía 3 stig
Ísland 3 stig
Ísrael 2 stig
Slóvakía 2 stig
 
Þess ber að geta að 1 stig fæst fyrir tap.
 
í B riðli sigruðu Þjóðverjar nágranna sína frá Lúxemborg 101-53 og Azerbaijan vann Búlgaríu 88-73.
Staðan í B riðli:
Azerbaijan 4
Búlgaría 3
Þýskaland 2
Lúxemborg 2
Svíþjóð 1
 
Svíar og Þjóðverjar hafa leiki einn leik, aðrar þjóðir tvo.
 
Í C riðli vann Úkraína Austurríki á útivelli 61-57 og í Króatíu voru Kýpverjar í heimsókn og skoruðu 38 stig gegn 93 stigum heimamanna.
Staðan í C riðli:
Úkraína 4
Austurríki 3
Króatía 2
Kýpur 2
Ungverjaland 1
 
Ungverjar og Króatar hafa leiki einn leik, aðrar þjóðir tvo.
 
Í D riðli unnu Georgíumenn Rúmena 80-64 og í Hollandi sóttu Bosníu og Herzegovínumenn sigur 107-89.
Staðan í D riðli
Bosnía og Herzegovína 4
Rúmenía 3
Georgía 2
Holland 2
Lettland 1
 
Lettland og Georgía hafa leikið einn leik, aðrar þjóðir tvo.
 
Í E riðli unnu Finnar Albani á föstudag eins og karfan.is greindi frá en í gær voru Pólverjar í Sviss og sigruðu 80-66.
Staðan í E riðli
Sviss 3
Pólland 3
Finnland 2
Belgía 2
Albanía 2
 
Finnar og Belgar hafa leikið einn leik, aðrar þjóðir tvo.
 
Í F riðli unnu Tyrkir nauman heimasigur á Hvít-Rússum 77-74 og í Tékklandi komu Ítalir og sóttu sigur 63-53.
Staðan í F riðli
Ítalía 4
Tékkland 3
Tyrkland 2
Hvíta – Rússland 2
Portúgal 1
 
Portúgal og Tyrkland hafa leikið einn leik, aðrar þjóðir tvo.
 
Keppnin heldur svo áfram á þriðjudag með 13 leikjum, þ.á.m. Ísland – Ísrael sem fer fram í Laugardalshöll og hefst klukkan 19:15.
 
 
Fréttir
- Auglýsing -