spot_img
HomeFréttirÓtrúlegur endurbati Kobe Bryant eftir slit á hásin

Ótrúlegur endurbati Kobe Bryant eftir slit á hásin

Kobe Bryant sleit hásin í leik gegn Golden State Warriors rétt áður en deildarkeppninni lauk í apríl sl. Meiðsli sem hafa oft á tíðum endað ferilinn hjá atvinnuíþróttamönnum og þurfti t.d. Isiah Thomas að hætta 32 ára gamall eftir slík meiðsli.
Kobe Bryant fór mjög snemma í aðgerð á hásininni sem var framkvæmd með nýstárlegri aðferð sem lítið hefur verið reynd áður. Sú aðferð og endurhæfingin sem hann hefur gengist undir hafa stytt endurbatann svo um munar. Nú þremur og hálfum mánuði síðar getur hann gengið um óhaltur og er farinn að lyfta lóðum með kálfunum. Bryant segist hafa “rústað” öllum fyrri viðmiðum í endurbata á slitinni hásin og geta mögulega verið klár í byrjun næsta leiktímabils eða jafnvel fyrir æfingabúðirnar þar á undan.
 
Það er þó ekkert öruggt um það hvernig hann kemur til baka eftir þessi meiðsl en þar sem hann er einn allra grimmasti keppnismaður deildarinnar má búast við því að lítil breyting verði þar á þrátt fyrir að hann sé 35 ára gamall. Til eru fordæmi um stjörnuleikmenn sem koma sterkir til baka eftir samskonar meiðsl eða Dominique Wilkins sem snéri til baka eftir hásinarslit og skoraði 29,9 stig í 71 leik. Wilkins var þá 33 ára.
 
Fréttir
- Auglýsing -