spot_img
HomeFréttirÓtímabær dauði efnilegs leikmanns: Len Bias

Ótímabær dauði efnilegs leikmanns: Len Bias

12:25
{mosimage}

(Len Bias)

Í þessari grein í flokknum NBA harmsögur” ætla ég mér að fjalla um leikmanninn Len Bias (Leonard Kevin Bias). Eflaust munu fæstir kannast við nafnið enda spilaði hann ekki einn einasta leik í NBA deildinni, ólíkt Dajuan Wagner og Jay Williams sem fjallað var um í síðustu geinum. Þegar minna en 48 klukkustundur höfðu liðið frá því að hann var valinn annar í nýliðavalinu af Boston Celtics, þá lést hann á heimavistinni sinni í Maryland háskólanum úr of stórum skammti af kókaíni, 22 ára gamall.

Len Bias var 2 metra hár framherji í háskólanum í Maryland þar sem hann vakti mikla athygli og spámenn vildu meina að hér væri næsti Michael Jordan á ferð. Talað var um að hann væri einn allra besti framherji sem kæmi úr háskóla í NBA nýliðavalinu og miklar vonir voru uppi um að nafn hans myndi bætast í hóp þeirra bestu líkt og Magic, Bird og Jordan.

Á þessum árum voru auglýsingasamningar stórfyrirtækja tiltölulega nýtt fyrirbæri og var Michael Jordan einn af fáum með stóran samning við skófyrirtæki. Reebok fyrirtækið taldi Bias vera næsta stóra körfuboltastjarnan og voru með í plönum sínum að bjóða honum stóran skósamning.

Þann 17. júní var nýliðavalið þar sem Bias var valinn af Boston Celtics. Daginn eftir átti hann marga fundi með liðinu og svo síðar þann dag flaug hann heim til Maryland með föður sínum. Seinna það kvöld fagnaði Bias árangri sínum á heimavistinni í Maryland með mörgum vinum sínum og hélt gleðskapurinn áfram fram á rauða nótt. Hann snéri aftur á heimavist sína um 3 um nóttina þar sem hann neytti kókaíns með liðsfélögum. Rúmlega hálf 7 um morguninn sat hann í sófasetti og hallaði sér fram líkt og hann væri að sofna. Hann byrjaði að fá kast og féll í yfirlið. Hann var úrskurðaður látinn við komuna á spítalann.

Rúmlega 11 þúsund manns komu á minningarathöfn fjórum dögum síðar í Maryland. Segja menn að Bostonborg hafi ekki verið jafn slegin síðan Martin Luther King var myrtur. Danny Ainge, eigandi Boston Celtics sagði í viðtölum að Bias hefði verið fullkominn fyrir liðið. Larry Bird sagði samdægurs að þetta væri eitt hryllilegasta sem hann hafði heyrt um.

Len Bias fór úr því að vera ein skærasta stjarnan í körfuboltaheiminum í því að vera í miðdepli eiturlyfjavanda Bandaríkjanna. Foreldrar hans hófu mikla baráttu gegn eiturlyfjanotkun.

Hér má sjá vídeó með mörgum tilþrifum eftir Bias.

http://www.youtube.com/watch?v=SvyHXqJIxTw

Arnar Freyr Magnússon

Fréttir
- Auglýsing -