Undir 16 ára drengjalið Íslands lagði Danmörk í dag í fjórða leik sínum á Norðurlandamótinu í Kisakallio, 85-63.
Það sem af er hefur liðið því unnið þrjá leiki og tapað einum, en lokaleikur þeirra á mótinu er á morgun gegn Finnlandi.
Óskar Þór Þorsteinsson aðstoðarþjálfari liðsins spjallaði við Körfuna eftir að leik lauk í Kisakallio.



