spot_img
HomeFréttirÓskabyrjun Finna: Lögðu Ungverja í fyrsta leik

Óskabyrjun Finna: Lögðu Ungverja í fyrsta leik

 
Í dag eru 16 dagar þangað til Evrópumeistaramótið í Litháen fer fram og þessa dagana berjast þrjár þjóðir um tvö laus sæti í keppninni. Finnar, Portúgalir og Ungverjar leika nú sín á milli um þessi tvö sæti og hafa tveir leikir þegar farið fram.
Portúgal lagði Ungverja 71-66 í fyrsta leik og í öðrum leiknum lönduðu Finnar spennusigri í Ungverjalandi, 73-75. Gerald Lee reyndist hetja Finna þegar hann skoraði um leið og leiktíminn rann út eftir stoðsendingu frá Shawn Huff.
 
Í lokaleikjunum um sæti á EM er leikið heima og að heiman svo framundan eru þrír strembnir leikir hjá Finnum en tveir af þeim eru á heimavelli. Ísland mætti Finnum á Norðurlandamótinu fyrir skemmstu þar sem Finnar fóru með öruggan 76-108 sigur af hólmi en þeir hafa verið í miklum gír í allt sumar og freista þess að taka þátt í lokakeppni EM í annað sinn í sögu landsins.

Heimasíða Evrópukeppninnar

 
Mynd/FIBA Europe: Gerald Lee var hetja Finna í fyrsta leiknum gegn Ungverjum um laust sæti í Litháen síðar í þessum mánuði.
 
Fréttir
- Auglýsing -