spot_img
HomeFréttirÖruggur útisigur hjá MBC

Öruggur útisigur hjá MBC

Hörður Axel Vilhjálmsson gerði sex stig um helgina í öruggum útisigri Mitteldeutcher BC í þýsku Pro A deildinni um helgina. MBC fór á útivöll og lagði Kircheim 80-97.
Hörður Axel var í byrjunarliði MBC og lék í tæpa 21 mínútu í leiknum og skoraði 6 stig. Þá var hann með 6 stoðsendingar, 2 fráköst og setti niður 2 af 3 þristum sínum í leiknum.
 
Með sigrinum er MBC enn á toppi Pro A deildarinnar sem er næstefsta deild í Þýskalandi. Liðið hefur unnið 8 leiki og tapað einum og unnið síðustu fimm deildarleiki sína í röð.
 
 
  
Fréttir
- Auglýsing -