spot_img
HomeFréttirÖruggur sigur Njarðvíkur í Dalhúsum

Öruggur sigur Njarðvíkur í Dalhúsum

Fjölnir tók á móti Njarðvík í Dalhúsum í kvöld í 1. deild kvenna. Njarðvíkurstúlkur hófu leikinn af krafti og höfðu gestirnir sett sjö stig áður en heimastúlkur náðu að svara fyrir sig. Stíf pressuvörn Njarðvíkur gerði Fjölnisstúlkum erfitt fyrir í hálfleiknum og skilaði það sér í 17 töpuðum boltum Fjölnis í fyrri hálfleik. Njarðvíkurstúlkur leiddu eftir hann með 30 stigum, 21-51. Fjölnisstúlkur mættu sprækari til leiks í seinni hálfleik og virkuðu ákveðnari í sínum aðgerðum. Þær náðu þó ekki að vinna niður forskot Njarðvíkur sem sigruðu örugglega með 34 stigum, 47-81.

Allir leikmenn Njarðvíkur komust á blað í kvöld en stigahæstar þeirra voru Hera Sóley Sölvadóttir og Svala Sigurðardóttir með 14 stig hvor og Soffía Rún Skúladótir bætti við 13 stigum. Hjá Fjölni var Heiðrún Harpa Ríkharðsdóttir með 13 stig, 9 fráköst og 4 stoðsendingar, Fanney Ragnarsdóttir með 8 stig og Sigrún Anna Ragnarsdóttir skoraði 7 stig.

Fjölnir 47 – 81 Njarðvík (13-29, 8-22, 8-16, 18-14)

Stigaskor Fjölnis: Heiðrún Harpa Ríkharðsdóttir 13 stig/9 fráköst/4 stoðsendingar, Fanney Ragnarsdóttir 8 stig, Sigrún Anna Ragnarsdóttir 7 stig, Elísa Birgisdóttir 5 stig/5 fráköst, Erna María Sveinsdóttir 5 stig, Sigrún Elísa Gylfadóttir 4 stig/5 fráköst, Rósa Björk Pétursdóttir 3 stig, Aníka Linda Hjálmarsdóttir 2 stig/8 fráköst, Margrét Eiríksdóttir 0 stig/5 fráköst, Brynja Pálína Sigurgeirsdóttir 0 stig.

Stigaskor Njarðvíkur: Hera Sóley Sölvadóttir 14 stig/6 fráköst, Svala Sigurðardóttir 14 stig, Soffía Rún Skúladóttir 13 stig, Hulda Ósk B. Vatnsdal 7 stig, Júlía Scheving Steinþórsdóttir 6 stig/7 fráköst, Nína Karen Víðisdóttir 6 stig, Björk Gunnarsdóttir 5 stig/6 fráköst, Birta Rún Gunnarsdóttir 5 stig, Svanhvít Ósk Snorradóttir 4 stig, Karen Dögg Vilhjálmsdóttir 3 stig, Katrín Fríða Jóhannsdóttir 2 stig/5 fráköst, Þóra Jónsdóttir 2 stig.

Myndasafn (Bára Dröfn)

Fréttir
- Auglýsing -