spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaÖruggur Njarðvíkursigur í 1. deild kvenna

Öruggur Njarðvíkursigur í 1. deild kvenna

Njarðvíkingar tóku á móti Vestra í Njarðtaksgryfjiunni í dag. Vestri eru að tefla fram liði í meistarfalokk kvenna í fyrsta sinn í langan tíma á meðan Njarðvík ætla sér upp í úrvalsdeild.

Gestirnir skorðu fyrstar en hvorugu liði gekk vel að finna körfuna fyrstu mínúturnar. Eftir því sem leið á leikhlutann náðu Njarðvíkingar betri tökum á leiknum. Staðan eftir fuyrsta leikhluta 21 – 11 Narðvík í vil.

Heimastúlkur héldu vel á spilunum í öðrum leikhluta, hleyptu gestunum ekki nálægt sér og bættu hægt og rólega við. Staðan í hálfleik 42 – 20 Njarðvík í vil.

Njarðvíkingar héldu áfram að bæta í hægt og rólega. Staðan eftir þriðja leikhluta 68 – 37.

Heimastúlkur voru komnar með sigurinn nokkuð öruggan og þær gáfu ekkert eftir, bættu aðeins í og kláruðu þennan leik með stæl. Lokatölur 88 – 48

Byrjunarlið:

Njarðvík: Helena Rafnsdóttir, Vilborg Jónsdóttir, Þuríður Birna Björnsdóttir, Krista Gló Magnúsdóttir og Chelsea Nacole Jennings.

Vestri: Snæfríður Lily Árnadóttir, Samra Emily Newman, Linda Marín Kristjánsdóttir, Gréta Hjaltadóttir og Olivia Janelle Crawford.

Hetjan:

Júlía átti frábæra innkomu af bekknum en Chelsea Nacole Jennings var best á vellinum.

Kjarninn:

Njarðvíkingar eru með þrusu lið og þær eru til alls líklegar ef þær halda vel á spilunum. Vestri eru nýjar í deildinni og þótt þær eigi ekki mikin séns í lið eins og Njarðvík, þá er mikilvægt að læra af öllum leikjum og halda áfram að bæta sig. Þetta eru ungar stelpur sem græða á öllum mínútum sem þær spila í 1. deildinni.

Myndasafn

Tölfræði

Viðtöl:

Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvík

Pétur Már Sigurðsson þjálfari Vestra

Fréttir
- Auglýsing -