spot_img
HomeFréttirÖruggur heimsigur KR á Breiðablik (umfjöllun)

Öruggur heimsigur KR á Breiðablik (umfjöllun)

21:44
{mosimage}
(Mynd úr safni)

KR stóðu undir nafni sem deildarmeistarar í kvöld þegar þeir tóku á móti Breiðablik í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.  Blikar sáu aldrei til sólar og var greinilegt að mikill munur er á liðunum tveimur. Þegar flautað var til hálfleiks var munurinn 33 stig og þegar leiknum lauk var hann kominn upp í 48 stig, 123-75.  KR-ingar byrjuðu með þrjá landsliðsmenn á bekknum, Fannar Ólafsson og Brynjar Björnsson í búning og Jón Arnór Stefánsson var í borgaraklæðum sökum minniháttar meiðsla.  Stigahæstur í liði KR var Jason Dourisseau með 29 stig og 11 fráköst á 24 mínútum en hann átti stórleik í fyrrihálfleik og var lykilmaður í varnarleik heimamanna.  Næstir voru Helgi Már Magnússon með 21 stig og Darri Hilmarsson með 15 stig.  Hjá Breiðablik var Nemanja Sovic stigahæstur með 31 stig og 13 fráköst en næstir voru Kristján Sigurðsson með 12 stig og Hraunar Karl Guðmundsson með 8 stig.  
KR-ingar pressuðu hátt strax frá fyrstu sókn og tókst með því að gera bakvörðum breiðabliks lífið leitt.  Það var þó jafnræði með liðunum fyrstu tvær mínúturnar eða svo þangað til að Kr pressan skilaði 8 stigum í röð á innan við mínútu.  Þegar þrjár mínútur voru liðnar af leiknum höfðu heimamenn þess vegna 8 stiga forskot, 14-6.  KR-ingar bættu smátt og smátt við forskotið þegar leið á leikhlutan og þegar tæplega fjórar mínútur voru eftir af honum sá Einar Árni, þjálfari Breiðabliks ekki annan leik á borði en að taka leikhlé.  Munurinn var þá orðinn 15 stig, 28-13, og Blikar í bullandi vandræðum með pressu heimamanna.  Þetta leikhlé hafði þó ekki mikil áhrif á leik gestana því þegar leikhlutinn var úti var forskot heimamanna komið upp í 22 stig, 40-18.  Jason Dourisseau fór hreinlega á kostum í fyrsta leikhluta með 16 stig sem og að spila lykilhlutverk í pressuvörninni.  Breiðablik var að spila svæðisvörn sem virtist ekki trufla heimamenn mikið sem fóru hreinlega á kostum í sókninni.  

Heimamenn gáfu ekkert eftir í upphafi annars leikhluta og ef ekki hefði verið fyrir klaufalega  villu og tæknivillu hjá Skarphéðni Ingasyni, sem gaf Breiðablik 4 víti og boltan, hefði munurinn á liðunum verið ennþá meiri.  Þegar leikhlutinn var hálfnaður var forskot heimamanna komið í 29 stig, 57-28.  Nemanja Sovic var sá eini sem virtist geta ógnað af einhverju viti í liði gestana og það var ekki vænlegt til árangurs.  Munurinn á liðinum var svo orðinn 33 stig þegar flautað var til hálfleiks, 68-35. Yfirburðir heimamanna voru algjörir í fyrri hálfleik og voru bæði lið farin að rótera á mörgum mönnum.

Jason Dourisseau var sem fyrr stigahæstur í liði heimamanna með 23 stig og 6 fráköst í hálfleik.  Næstir á eftir honum voru Baldur Ólafsson með 13 stig og Helgi Magnússon með 12 stig.  Hjá Breiðablik var Nemanja Sovic stigahæstur með 21 stig en næstir voru Kristján Rúnar Sigurðsson með 10 stig og Rúnar ingi Erlingsson með 2 stig.  

Blikar voru farnir að finna auðveldari leiðir framhjá pressuvörn KR í þriðja leikhluta og með því kom smá líf í sóknarleikinn.  Það sama var hins vegar ekki hægt að segja um varnarleik gestana því heimamenn skokkuðu að körfunni nánast að vild og spiluðu á köflum stórkostlegan sóknarleik. Gestirnir höfðu þó skipt úr svæðisvörn í maður á mann í seinni hálfleik en það virtist ekki hafa mikil áhirf á gang mála.  Þegar leikhlutinn var hálfnaður stóðu tölur 80-45.  KR sýndu það hins vegar þegar leið á leikhlutan að ekki fór á milli mála hvort liðið var betra  og Fannar Ólafsson átti seinustu stig leikhlutans þegar leikklukkan rann út, 100-55.  

Breiðabliksmenn spiluðu allan fjórða leikhluta á yngri og óreyndari leikmönnum sem margir hverjir spiluðu mjög vel á köflum.  Hraunar Karl Guðmundsson og Arnar Pétursson áttu báðir fína innkomu í lið gestana en þeir eru báðir á 18. ári.  Leikurinn var þess vegna lítið fyrir augað og einkenndist af frekar mikilli óreðu allan fjórða leikhluta.  KR-ingar létu þó forskotið aldrei af hendi og höfðu á endanum 48 stiga sigur, 123-75.

Umfjöllun : Gísli Ólafsson

Mynd: Stefán Helgi Valsson

Fréttir
- Auglýsing -