spot_img
HomeFréttirÖruggt hjá kvennaliðinu gegn Lúxembourg

Öruggt hjá kvennaliðinu gegn Lúxembourg

12:46
{mosimage}

(Birna setti 25 stig á Lúxembourg í dag)

Kvennalandslið Íslands var rétt í þessu að vinna öruggan sigur á Lúxembourg á Smáþjóðaleikunum sem fara nú fram Kýpur. Lokatölur voru 80-55 Íslandi í vil þar sem Birna Valgarðsdóttir gerði 25 stig og tók 7 fráköst í íslenska liðinu.

Leikar stóðu jafnir eftir fyrsta leikhluta 19-19 en íslenska liðið tók snemma forystuna og leiddi 42-31 í hálfleik. Ísland vann þriðja leikhluta 21-11 og þar með var grunnurinn að 80-55 sigri liðsins lagður. Birna Valgarðsdóttir var eins og áður segir með 25 stig og 7 fráköst. Næst henni kom Helena Sverrisdóttir með 22 stig og 8 fráköst. Nýjasti liðsmaður KR, Signý Hermannsdóttir, frákastaði vel í íslenska liðinu með 17 fráköst og 8 stig.

Síðasti leikur kvennaliðsins er svo á morgun gegn heimakonum í Kýpur og hefst leikurinn kl. 15:00 að íslenskum tíma.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -