spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaÖruggt hjá Grindavík gegn Blikum - Fjórði sigurinn í röð

Öruggt hjá Grindavík gegn Blikum – Fjórði sigurinn í röð

Sautjánda umferð Subway deildar kvenna fór fram í kvöld með fjórum leikjum. Í Grindavík tóku heimakonur á móti Breiðablik.

Óhætt er að segja að snemma hafi komið í ljós í hvað stefndi. Blikar komust í 4-0, það var eina forysta liðsins í leiknum. Eftir það kemst Grindavík í 21-3 áhlaup og spennan farin úr leiknum. Grindavík bætti í forystuna og voru með 51-27 stöðu í hálfleik. Allir leikmenn léku í seinni hálfleik og héldu heimakonur í sína forystu allt til loka. Lokastaðan 82-59 fyrir Grindavík.

Danielle Rodriquez var frábær í liði Grindavíkur að vanda, endaði með 20 stig, 9 fráköst, 7 fráköst, 9 stolna bolta. Amana Okodugha var einnig öflug með 14 stig og 12 fráköst. Hjá Breiðablik var Sanja Orazovic með 22 stig og 13 fráköst.

Grindavík hefur nú unnið fjóra leiki í röð og eru á góðri siglingu. Liðið er einungis tveimur stigum frá úrslitakeppnissæti og er komið í gríðarlega baráttu við nágranna sína í Njarðvík um það sæti. Breiðablik aftur á móti hefur tapað fjórum leikjum í röð en sitja sem fastast í 7. sæti deildarinnar og í harðri fallbaráttu.

Tölfræði leiksins

Fréttir
- Auglýsing -