spot_img
HomeFréttirÖruggt hjá Garðbæingum fyrir norðan

Öruggt hjá Garðbæingum fyrir norðan

 
Stjörnustúlkur eru enn ósigraðar í 1. deildinni en þær báru sigurorð af Þórsurum, 42-75 þegar liðin mættust í 5. umferð deildarinnar um helgina. Stjörnustúlkur byrjuðu leikinn af miklum krafti og náðu fljótt yfirhöndinni. Heimamenn sýndu mikla baráttu og reyndu að koma sér inn í leikinn en Stjörnustúlkur voru einfaldlega sterkari og lönduðu öruggum 42-75 sigri.
Gestirnir frá Garðabæ byrjuðu leikinn af miklum krafti og skoruðu fyrstu sex stig leiksins. Heimamenn með þær Huldu Þorgilsdóttur og Krístinu Eiríksdóttur í fararbroddi náðu þó að minnka muninn niður í tvö stig, 10-12. Heimamenn voru of fljótar á sér í sóknarleiknum og misstu knöttinn oft klaufalega sem gestirnir nýttu sér til fullnustu og náðu góðum 0-12 spretti. Gestirnir leiddu leikinn með 14 stigum eftir fyrsta leikhluta, 10-24. Konrad Tota, þjálfari Þórs brá á það ráð í öðrum leikhluta að skipta yfir í svæðisvörn, sem virtist ganga ágætlega þar sem gestunum gekk nokkuð erfiðlega að finna góð skot. Hins vegar voru Þórsarar að missa knöttinn of auðveldlega sem gaf gestunum oft og tíðum auðveldar körfur. Með Amöndu K. Andrews í fararbroddi náðu gestirnir góðu forskoti fyrir hálfleik og leiddu leikinn með 21 stigi, 18-39 þegar liðin gengu til búningsklefa.
 
Stjörnustúlkur byrjuðu þriðja leikhlutann eins og þær luku fyrri hálfleikinn og juku forskotið jafnt og þétt. Með góðri baráttu heimamenn fínum spretti sem virtist fara örlítið í taugarnar á gestunum en Stjarnan hélt þó fínu forskoti þegar fjórði og síðasti fjórðungurinn hófst, 32-57. Stjörnustúlkur héldu ótrauðar áfram og á tímabili leit út að stelpurnar væru búnar að gefast upp. Stelpurnar héldu þó haus og reyndu að berjast til loka sem dugði þó ekki í dag og Stjörnustúlkur fögnuðu því öruggum sigri, 42-75.
 
Umfjöllun: Sölmundur Karl Pálsson
 
Ljósmynd/ Úr safni: Garðbæingum gengur vel í 1. deild kvenna um þessar mundir og hafa unnið alla fimm deildarleiki sína í 1. deild kvenna.
Fréttir
- Auglýsing -