spot_img
HomeFréttirOrlando tók 3-1 forystu gegn Cleveland

Orlando tók 3-1 forystu gegn Cleveland

11:50
{mosimage}

Fjórða viðureign Orlando Magic og Cleveland Cavaliers í úrslitum Austurstrandarinnar í NBA deildinni fór fram í nótt þar sem Orlando höfðu betur 116-114 og leiða því einvígið 3-1.

LeBron James átti kost á því að hala inn sigri fyrir Cavaliers en þriggja skot hans geigaði og því fögnuðu liðsmenn Orlando sigri eftir framlengda spennuviðureign. Dwight Howard fór á kostum og gerði 10 af 16 stigum Orlando í framlengingunni en Howard var með 27 stig í leiknum og 14 fráköst. Hjá Cavaliers var LeBron James með 44 stig, 12 fráköst og 7 stoðsendingar.

Orlando þarf aðeins einn sigur til viðbótar og ef það tekst kemst liðið í úrslit NBA deildarinnar í fyrsta sinn síðan árið 1995. Liðsmenn Cleveland verða þó að taka sig taki því í þremur leikjum í seríunni þar sem LeBron hefur gert 40 stig eða meira fyrir Cleveland hefur Orlando unnið alla leikina.

Strákarnir í Orlando eru líka komnir með nýjan lukkugrip sem skilað hefur þeim 100% árangri í úrslitakeppninni en þessi nýji lukkugripur heitir Gina Marie Incandela og er 7 ára gömul. Það sem er athyglisvert við Ginu er að hún glímir við málfarsörðugleika sem gerir henni nánast ókleift að tala. Eftir mikla þjálfun og aðstoð hefur hún í fjórum heimaleikjum hjá Orlando sungið þjóðsöng Bandaríkjanna og í öll þau skipti hafa Magic unnið leiki sína.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -