spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaOrðið á götunni: Hvert fer Styrmir?

Orðið á götunni: Hvert fer Styrmir?

Hér fyrir neðan eru nokkur af þeim atriðum sem Körfunni hafa borist til eyrna á síðustu dögum er varða leikmenn, þjálfara og félög á Íslandi. Tekið skal fram að hér er um að ræða óstaðfestar fregnir og því ber að taka þeim sem slíkum.

  • Styrmir Snær Þrastarson er enn sagður með nokkur tilboð á borðinu frá liðum í Bónus deildinni. Keflavík, Stjarnan og Tindastóll hafa oftast verið nefnd sem mögulegir áfangastaðir, en í vikunni fór að heyrast að mögulega myndu Grindavík og ÍA einnig vilja semja við hann. Það er þó talið allt eins líklegt að hann verði áfram á meginlandinu og að hann komi aftur til Íslands fyrir komandi tímabil.

  • Keflvíkingar eru sagðir vinna í að ná í fleiri leikmenn þessa dagana. Nokkrir þeirra sem félagið er sagt vera á eftir eru Ólafur Gunnlaugsson úr Þór, Hringur Karlsson úr Sindra og Eyþór Lár Bárðarson úr Snæfell.

  • Leikmaður Hauka Everage Richardson er sagður líklegur til að yfirgefa Hafnarfjörðinn og ganga til liðs við Hött í fyrstu deildinni.

  • Næsta öruggt er talið að Dino Stipcic yfirgefi Álftanes fyrir komandi tímabil. Samkvæmt orðinu á götunni mun hann vera með tilboð á borðinu frá bæði Ármann og KR um að gerast spilandi aðstoðarþjálfari.

  • Leikmaður Snæfells Khalyl Waters er talinn líklegur til að ganga til liðs við Selfoss.

  • Þá er leikmaður Tindastóls Sadio Doucure sagður eftirsóttur af liðum Bónus deildarinnar. Grindavík, Stjarnan og Keflavík öll sögð hafa verið í sambandi við hann.

  • Talið er næsta öruggt að Þóranna Kika Hodge Carr gangi til liðs við Val eftir áralanga dvöl í Bandaríkjunum.

  • Daninn Daniel Mortensen er samkvæmt orðinu á götunni ekki áfram með Grindavík, en fari svo hann verði áfram á Íslandi er hann sagður líklegur til að semja aftur við Þór í Þorlákshöfn.

  • Victor Buffato fyrrum leikmaður ÍA er sagður mjög líklegur í Skallagrím.

  • Samkvæmt orðinu á götunni er Magnús Dagur Svansson talinn líklegur til að ganga til liðs við Sindra.

  • Breiðablik mun samkvæmt orðrómi vera reyna ná Donovan Fields frá Sindra.

  • Kinyon Hodges og Zoran Vrkic eru sagðir líklegir til að enda í Haukum.

  • Fyrrum þjálfari Hauka, Hamars og Gnúpverja Máté Dalmay hefur verið orðaður við þjálfarateymi Vals fyrir komandi tímabil í Bónus deild karla.

  • Nýliðar KR í Bónus deild kvenna eru sagðar vilja semja við Agnesi Maríu Svansdóttur úr Keflavík.

  • Þá er talið líklegt að fyrrum leikmaður Ármanns Elfa Falsdóttir gangi til liðs við KV í fyrstu deild kvenna.

  • Ármenningurinn Adama Darboe er samkvæmt orðinu á götunni talinn líklegur til að yfirgefa nýliðana fyrir komandi tímabil í Bónus deild karla.

Orðið á götunni er einungis til gamans og ef fólk hefur ábendingar um slúður skal hafa samband á [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -