spot_img
HomeFréttirÓlafur vann Íslendingaslaginn í Danmörku

Ólafur vann Íslendingaslaginn í Danmörku

 
Þrír leikir fóru fram í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld og var boðið upp á Íslendingaslag þegar Aabyhoj IF lagði Bakken Bears að velli 89-87. Ólafur Jónas Sigurðsson var í eldlínunni með Aabyhoj og lék hann í tæpa 21 mínútu í leiknum en náði ekki að skora.
Ólafur var engu að síður með 2 fráköst og eina stoðsendingu. Guðni Valentínusson fékk rúmar tvær mínútur í liði Bakken en náði heldur ekki að skora. Stór sigur hjá Ólafi og félögum enda er Aabyhoj IF í 6. sæti deildarinnar en Bakken Bears í 2. sæti.
 
Önnur úrslit í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld:
 
Aalborg Vikings 68-98 Svendborg Rabbits
Horsholm 79ers 94-77 BK Amager
 
Svendborg Rabbits tróna á toppi deildarinnar með 34 stig en Bakken Bears koma þar næstir með 28 stig. Staðan í dönsku deildinni.
Ljósmynd/ Ólafur lék í rúmar 20 mínútur í kvöld með Aabyhoj IF.
 
Fréttir
- Auglýsing -