Ólafur Rafnsson forseti FIBA Europe opnaði um helgina dráttinn í EuroLeague og EuroCup keppni kvenna. Ekki var vöntun á góðum gestum við dráttinn og hitti Ólafur m.a. fyrir Alexander Ermolinskij sem þjálfar rússneskt lið í annarri keppninni. Alexander eins og flestir ættu að vita gerði garðinn frægan hér á Íslandi með Skallagrím í Borgarnesi og sonur hans Pavel Ermolinskij heldur kyndli þeirra feðga enn á lofti hérlendis en nýverið greindi Böðvar Guðjónsson formaður KKD KR frá því að 99% líkur væru á því að Pavel léki áfram með KR á næsta tímabili.
Nánar er hægt að lesa um dráttinn á heimasíðu FIBA Europe en Ólafur hefur staðið í ströngu allt síðan hann hlaut kjör sem forseti FIBA Europe.