00:31
{mosimage}
Ólafur Már Ægisson hefur ákveðið að skipta yfir í Fjölni og leika með þeim í vetur. Ólafur hefur átt við meiðsli að stríða í hné og ekki náð sér á strik með KR.
Ólafur Már hóf að æfa körfu mjög ungur í minnibolta hjá KR, hann var síðan í meistaraliði KR árið 2000, en haustið eftir sleit hann krossband í hné. Ólafur Már skipti yfir í Val árið 2002, en þar meiddist hann mjög illa á hendi. Ólafur kom aftur í KR eftir stutta fjarveru hjá Val, en hann sleit þá aftur krossbönd í hné og hefur hann einbeitt sér að því að komast í form.
Ólafur hefur ekki leikið mikið með KR liðinu í þeim leikjum sem liðið hefur leikið á haustinu. Ólafur sagði í stuttu spjalli við heimasíðu KR, www.kr.is/karfa : "Ég er að skipta í mesta bróðerni, mig vantar að fá að spila til að komast í gang eftir meiðslin mín. Ég vona að liðinu gangi vel og allir virði ákvörðun mína."
Frétt og mynd af www.kr.is/karfa