spot_img
HomeFréttirÓlafur Jónas fyrir leikinn mikilvæga gegn Búlgaríu "Við elskum það að spila...

Ólafur Jónas fyrir leikinn mikilvæga gegn Búlgaríu “Við elskum það að spila úrslitaleiki”

Undir 20 ára kvennalið Íslands mun í dag mánudag 8. júlí leika sinn þriðja leik á Evrópumótinu í Sófíu í Búlgaríu, en mótið mun standa til 14. júlí. Fyrsta leik mótsins vann liðið gegn Austurríki í fyrradag, en í gær töpuðu þær fyrir Úkraínu. Í dag kl. 15:00 mæta þær liði Búlgaríu í úrslitaleik um hvort liðið kemst í 8 liða úrslit mótsins. 

Hérna verður hægt að horfa á leikinn í beinni útsendingu

Fréttaritari Körfunnar í Sófíu hitti þjálfara Íslands Ólaf Jónas Sigurðarson fyrir leik og spurði hann út í gengi liðsins til þessa á mótinu gegn Austurríki, Úkraínu og mikilvægi leiks dagsins gegn heimakonum í Búlgaríu.

Fréttir
- Auglýsing -