spot_img
HomeFréttirÓlafur Jónas: Ef við spilum svona þá vinnum við engan

Ólafur Jónas: Ef við spilum svona þá vinnum við engan

Ólafur Jónas Sigurðsson þjálfari ÍR eftir tap gegn KR

 

Hvað fór úrskeiðis í leiknum í kvöld?

Það var hellingur sem fór úrskeiðis í kvöld. Við vorum búin að gera allt rétt, fannst mér, hafa vídjófund og mér fannst liðið vera tilbúið en það kom annað á daginn. Þetta sýndi okkur það að við getum spilað á móti bestu liðunum en við getum líka skít-tapað á móti hvaða liði sem er ef við spilum svona.

KR voru með sterka vörn í leiknum. Hvað gerðist þar, voru þið ekki tilbúnar fyrir pressu KR-inga?

Jújú, við vorum alveg reiðubúnar í það en þetta er bara mjög gott lið sem tók fast á okkur strax frá byrjun og settu tóninn. Við bara buguðumst í pressunni.

Það var vel mætt í stúkuna hjá ykkur, flott að sjá hvað þið eigið marga áhangendur, en ég saknaði Ghetto Hooligans. Hvar voru þeir?

Já heyrðu, ég ætla að hvetja Ghetto Hooligans til að mæta á næsta leik. Við klárlega þurfum á þeim að halda, þannig að ég vona innilega að þeir mæti á næsta leik.

Næsti leikur er á útivelli gegn Hamri, hvernig eruð þið stemmdar fyrir þann leik?

Ákkúrat núna þá langar mig bara að spila leikinn núna. Við ætlum að fara yfir fullt af hlutum og eins og ég sagði áðan, ef við spilum svona þá vinnum við engan en það býr hellingur í þessu liði og við ætlum að gera allt sem við getum til að undirbúa okkur fyrir næsta leik.

 

Fréttir
- Auglýsing -