spot_img
HomeFréttirÓlafur íþróttamaður ársins: Helena í 4. sæti

Ólafur íþróttamaður ársins: Helena í 4. sæti

 
Handboltakappinn Ólafur Stefánsson er Íþróttamaður ársins 2009 en valið var kunngjört í kvöld. Ólafur hlaut 380 stig í kjörinu eða fullt hús stiga og er þetta annað árið í röð sem Ólafur nær þessum myndarlega áfanga. Helena Sverrisdóttir varð í 4. sæti með 104 stig og Jón Arnór Stefánsson varð sjötti með 86 stig.
Topp 10 í kjöri á Íþróttamanni ársins:
 
1.sæti Ólafur Stefánsson (handbolti) 380 stig
2. Eiður Smári Guðjohnsen (knattspyrna) 187
3. Þóra Björg Helgadóttir (knattspyrna) 164
4. Helena Sverrisdóttir (körfubolti) 104
5. Helga Margrét Þorsteinsdóttir (frjálsar íþróttir) 98
6. Jón Arnór Stefánsson (körfubolti) 86
7. Guðjón Valur Sigurðsson (handbolti) 78
8. Jakob Jóhann Sveinsson (sund) 63
9. Björgvin Páll Gústavsson (handbolti) 55
10. Hólmfríður Magnúsdóttir (knattspyrna) 50
 
Ljósmynd/ [email protected] – Frá vinstri: Guðbjörg Norðfjörð varaformaður KKÍ, Ingigerður Jónsdóttir móðir Jóns Arnórs Stefánssonar, Svanhildur Guðlaugsdóttir móðir Helenu Sverrisdóttur og Hannes Sigurbjörn Jónsson formaður KKÍ.
Fréttir
- Auglýsing -