spot_img
HomeFréttirÓlafur Björn eftir fyrsta árið með Potter’s House Christian "Aldrei tala um...

Ólafur Björn eftir fyrsta árið með Potter’s House Christian “Aldrei tala um að það sé langt að keyra norður í land”

Fyrir um ári síðan ákvað Ólafur Björn Gunnlaugsson að halda vestur um haf og ganga til liðs við Potter’s House Christian Academy í Jacksonville, Flórída, en liðið leikur í SIAA deild miðskóla í fylkinu.

Ólafur er uppalinn hjá Val, en hafði ásamt þeim einnig leikið fyrir Tindastól og ÍR áður en hann hélt út. Þá hefur hann einnig verið hluti af yngri landsliðum Íslands.

Karfan setti sig í samband við Ólaf og spurði hann út í high-school boltann og lífið í Jacksonville.

Hvernig fannst þér þetta fyrsta ár ganga úti í Bandaríkjunum?

“Mér fannst það ganga mjög vel spilaði stórt hlutverk, spilaði um og yfir 35 mínútur að meðaltali í leik og fékk mikla ábyrgð frá þjálfurunum. Ég lærði mikið og bætti mig helling í vetur”


“Ég er semsagt að klára mitt Junior ár hér í Potter’s House Christian Academy núna í lok maí og hefur námið gengið mjög vel. Ég er ótrúlega heppinn með þjálfara og hjálpuðu þeir mér að aðlagast leiknum hratt þar sem hann er talsvert öðruvísi hér en heima. Við spiluðum við mörg top 20 lið hér í USA sem var frábær reynsla og þar áttaði ég mig á að ég er ekkert síðri leikmaður en þeir bestu. Leikurinn hér er svakalega hraður og líkamlegur oft, mjög “physical” leikir. Það er hægt að segja að leikmennirnir eru ekki allir svaka “fundamental” eða með taktíkína á hreinu, en þar sem flestir eru miklir íþróttamenn þá skiptir það þannig séð litlu máli”

Er mikill munur á lífinu í Jacksonville og heima í Reykjavík?

“Ég bý í íbúð með 2 öðrum strákum úr liðinu og erum við með sér herbergi og baðherbergi hver og einn, íbúðin er í afgirtu hverfi í vestur hluta Jacksonville. Hér er nánast alltaf gott veður og flottur verslunarkjarni við hliðina og því er allt til alls. Kirkjan hér fyllir reglulega ískápinn því hefur maður það bara ansi fínt hér. Okkur var ráðlagt að vera aldrei einir á ferli á kvöldin þannig að íslenska frelsið er vanmetið. En mesti munurinn fyrir utan veðrið er að þeir leikmenn sem eru hér í liðinu taka körfu miklu alvarlega, allir sem eru í mínu liði eru að reyna sanna sig fyrir háskólunum en það eru útsendarar á öllum leikjum að skoða leikmenn. Samkeppnin er gríðarleg og mjög hörð. Já svo mun ég aldrei tala um að það sé langt að keyra norður í land. Við keyrðum frá Jacksonville til Texas, nokkrum sinnum til Kentucky, Norður og suður Karólínu og fleiri fylkja og það voru langar bílferðir. Tók okkur 22 tíma að keyra til Texas”

Er mikill munur á körfuboltanum sem þú þurftir að aðlagast þarna og hér heima?

“Mikill munur á physicality-inu og keppniskapi. Þetta er ekkert grín hérna. Þjálfarnir mínir eru á bakinu á þér alla æfinguna og það er mjög sjaldan sem tími æfingar sé fyrirfram ákveðinn t.d getur æf verið frá 17 til 20 eða til 22 bara eftir því hvað við erum að æfa. Það jafn mikið spil á milli leikmanna þannig maður þarf að sækja sitt og sanna sig fyrir þeim eldri, vera ákveðinn að sækja sitt, hér er ekkert gefið”

Er mikill munu á tímabilinu hér heima og úti í Flórída?

“Já þetta er smá öðruvísi því ég spila ekki í einni deild hér. Aðal deildin er SIAA sem er í Florida fyrirkomulagið er deildarkeppni heimaleikir og útileikir, Svo er það the Grindsession þar sem flest af þeim bestu mæta að spila”

Nú endaði tímabilið nokkuð snemma hjá flestum í körfuboltaheiminum vegna Covid-19 faraldursins, voru það mikil vonbrigði, Náðuð þið að klára tímabilið og skóla?

“Þetta var ekki skemmtilegur endir á tímabilinu við náðum að klára deildarkeppnina en úrslitakeppnin byrjaði ekki. Mér fannst sérstaklega vont að AAU aflýst. Það var búið að velja mig AAU lið sem var sponsað NBA leikmanni, Nassir Little. En maður tekur þessu og heldur bara áfram”

Nú varst þú að klára þitt fyrsta ár úti í Bandaríkjunum. Ertu að fara aftur út næsta haust? Hver eru helstu markmiðin körfuboltalega fyrir næsta tímabil?

“Ég verð hér í allt sumar að æfa. Ég ákvað í samráði við fjölskylduna og þjálfara mína að best í stöðunni fyrir mig væri að vera hér áfram nenni ekki alveg að fara taka sóttkví heima og svo aftur hér í Jacksonville. Ég er búinn að vera æfa á fullu síðan mótunum var aflýst. Hér gera þeir lyftingum, snerpuþjálfun og einstaklingsþjálfun hátt undir höfði og hentar það mér mjög vel”

“Í Jacksonvillie á sumrin koma mikið af atvinnumönnum að æfa og verð ég að æfa með mikið af þeim, t.d verður Kevin Capers hér að æfa.
Ég verð áfram hjá PHCA næsta vetur og klára Senior árið mitt hér. Markmiðin mín eru að vinna SIAA deildina svo er ég leggja hart að mér til að ná vonandi einhverjum einstaklings verðlaunum í hús. En fyrst og fremst vill ég setja allt í sölurnar og vinna titilinn fyrir PHCA og þjálfarana mína. Stefnan er svo sett á D1 háskólanám 2021″

Fréttir
- Auglýsing -