09:02:13
Oklahoma Thunder unnu óvæntan sigur á San Antonio Spurs í nótt, 78-76, þar sem Tim Duncan og félagar hentu frá sér öruggri forystu með blöndu af einbeitingarleysi og vanmati. Spurs, sem eiga nú fyrir höndum harða baráttu við Houston um toppsætið í suð-vesturriðlinum, voru komnir með 17 stiga forskot strax í upphafi leiks og héldu frumkvæðinu allt þar til um miðjan fjórða leikhluta þegar Thunder komust fyrst yfir. Þeir síðarnefndu voru svo seigari undir lokin, en Tony Parker fékk þó færi á að hrifsa sigurinn til Spurs, en lokaskot hans geigaði.
Hér eru úrslit næturinnar:
Toronto 86
Charlotte 112
San Antonio 76
Oklahoma City 78
ÞJ