spot_img
HomeFréttirOklahoma City Thunder - Russ, Russ, Russ.

Oklahoma City Thunder – Russ, Russ, Russ.

 

Þessi upphitun er hluti af spá karfan.is fyrir NBA tímabilið sem hefst 25. október.

 

Hérna er spá Karfan.is fyrir Austurströndina

 

Áður birt:

15. sæti – Los Angeles Lakers

14. sæti – Phoenix Suns

13. sæti – Sacramento Kings

12, sæti – Denver Nuggets

11. sæti – New Orleans Pelicans

10. sæti – Minnesota Timberwolves

9. sæti – Dallas Mavericks

8. sæti – Houston Rockets

 

 

 

 

Oklahoma City Thunder

Heimavöllur: Chesapeake Energy Arena

Þjálfari: Billy Donovan

 

Helstu Komur: Victor Oladipo, Ersan Ilyasova.
Helstu brottfarir: Kevin Durant, Serge Ibaka.

 

OKC urðu fyrir gríðarlegari blóðtöku þegar að þeirra besti leikmaður, Kevin Durant ákvað að beila á þeim fyrir heitari bitann í Golden State Warriors. Algert áfall fyrir Thunder sem fengu ekkert í staðinn. Þeir fengu þó inn Victor Oladipo í Serge Ibaka skiptunum sem gæti sprungið út að einhverju leiti í vetur, ég myndi samt ekki bíða eftir því. En þetta er allt bara meðlæti með aðalréttinum, Russell Westbrook er að fara að koma eins og stormsveipur og fylla tölfræðitöfluna eins og fáir hafa gert í sögunni.

 

Styrkleikar liðsins eru Russell Westbrook, sem allt mun fara í gegnum í vetur. Varnarleikurinn hefur verið góður undanfarin ár og Steven Adams virðist vera tilbúinn fyrir stærra hlutverk. Enes Kanter kemur svo með góða hluti inn af bekknum. Veikleikarnir eru stærri en áður samt, breiddin er ekki mikil og Westbrook mun eiga leiki þar sem hann tapar mikið af boltum, skotin detta ekki og eru of mörg. Hver ætlar að hitta fyrir utan?

 

Líklegt byrjunarlið í fyrsta leik:

PG – Russell Westbrook
SG – Victor Oladipo
SF – André Roberson
PF – Domantas Sabonis
C – Steven Adams

 

Gamlinginn: Nick Collison (35) Hefur leikið allann ferilinn með liðinu (áður Seattle), og mun fiska ruðninga í vetur eins og áður.
Fylgstu með: Ég verð að fylgjast með Russell Westbrook, ég mæli með því að þú gerir það líka.

 

Spá: 44–38 – 7. Sæti.

Fréttir
- Auglýsing -