spot_img
HomeFréttirOddur Rúnar fer frá Njarðvíkingum

Oddur Rúnar fer frá Njarðvíkingum

Bakvörðurinn Oddur Rúnar Kristjánsson mun yfirgefa lið Njarðvíkur í Subway deild karla að loknu þessu tímabili. Staðfestir félagið þetta á miðlum sínum fyrr í dag.

Oddur lék 23 leiki með Njarðvík á leiktíðinni en hann var einnig á mála hjá félaginu tímabilin 2015-2016, 2016-2017 og 2017-2018. Í samtali við UMFN.is sagði Oddur „Það er alltaf geggjað að vera í Njarðvík en ákvörðunin mín um að fara er mest vegna tíma í akstri og svo er það full vinna, nám og fjölskyldan.

Fréttir
- Auglýsing -