spot_img
HomeFréttirOddur Birnir í Ljónagryfjuna á ný

Oddur Birnir í Ljónagryfjuna á ný

Oddur Birnir Pétursson er kominn í grænt á nýjan leik eftir eins árs veru í röðum Valsmanna. Oddur skrifaði í gær undir eins árs samning við Njarðvíkinga og þá framlengdu þeir Hjörtur Hrafn Einarsson og Ágúst Orrason einnig við Njarðvík.
 
 
Oddur Birnir lék 18 leiki með Val í Domino´s deild karla þar sem hann var með 5,2 stig og 4,4 fráköst að meðaltali í leik. Hinn 25 ára gamli Hjörtur Hrafn var með 7,9 stig og 3,3 fráköst hjá Njarðvíkingum í vetur og byrjunarliðsmaður. Ágúst Orrason hefur getið sér gott orð sem skytta og kom með 6,9 stig og 2,3 fráköst inn í Njarðvíkurliðið á síðasta tímabili.
 
Mynd/ UMFN – Frá vinstri: Ágúst Orrason, Gunnar Örlygsson formaður KKD UMFN, Oddur Birnir Pétursson og Hjörtur Hrafn Einarsson.
  
Fréttir
- Auglýsing -